Enski boltinn

Flamini kominn í AC Milan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Flamini í ítalska boltann.
Flamini í ítalska boltann.

Mathieu Flamini hefur gengið frá fjögurra ára samningi við ítalska félagið AC Milan.

Þessi franski miðjumaður hefur átt stórgott tímabil með Arsenal en samningur hans við enska liðið rennur út í sumar og þarf AC Milan því ekki að borga fyrir þjónustu hans.

Flamini var keyptur til Arsenal frá Marseille 2004 en átti ekki fast sæti í liðinu fyrr en á þessu tímabili. Hann er 24 ára og var einnig á óskalista Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×