Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 21:12 Það er allt í lagi með völlinn! Margrét Lára fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri." Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri."
Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57
Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti