Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 21:12 Það er allt í lagi með völlinn! Margrét Lára fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri." Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri."
Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57
Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33