Enski boltinn

Zokora í stað Diarra

NordicPhotos/GettyImages

Portsmouth mun gera Tottenham 10 milljón punda tilboð í miðjumanninn Didier Zokora í janúar ef marka má fréttir Daily Mail. Honum yrði þá ætlað að fylla það skarð sem Lassana Diarra skilur eftir sig þegar hann fer til Real Madrid.

Harry Redknapp hjá Portsmouth hefur lýst því yfir að hann sé ánægður með Zokora og hafi ekki í hyggju að selja hann, en fyrrum aðstoðarmaður hans Tony Adams hjá Portsmouth mun samt láta reyna á það með tilboði í janúar ef að líkum lætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×