Innlent

Veiðiferðin í Miðfjarðará hugsanlega rædd í borgarstjórn

Dagur B. Eggertsson. Mynd/ Valgarður.
Dagur B. Eggertsson. Mynd/ Valgarður.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, útilokar ekki að hann muni spyrjast fyrir um laxveiðiferðir Hauks Leóssonar, Björns Inga Hrafnssonar, Guðlaugs Þ. Þórðarsonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á vettvangi borgarráðs eða borgarstjórnar. Vísir greindi frá því í gær að fjórmenningarnir hafi farið í veiðiferð í Miðfjarðará í ágúst í fyrra í boði Baugs. Sjálfir hafa þeir sagt að veiðin hafi verið farin í boði Hauks Leóssonar og Guðlaugur segist hafa greitt fyrir ferðina að fullu.

„Ég tel svona af þeim óljósu fréttum sem borist hafa af þessu máli en um leið þeirri staðreynd að þarna er annars vegar í veiði fyrirtæki sem á ráðandi hlut í FL Group og Geysi Green, að þá þurfi að fara betur yfir málin," segir Dagur. Hann segist vera að bíða eftir því hvort málin skýrist eitthvað frekar. Ef taka þurfi málið upp á borði borgarstjórnar eða borgarráðs að þá útiloki hann alls ekki að það verði gert. „Sérstaklega þar sem starfsreglur sem gilda um æðstu embættismenn borgarinnar taka til gjafa til þeirra," segir Dagur.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×