Erlent

Clinton með forystu í skoðanakönnun

Clinton og Obama munu áfram takast á.
Clinton og Obama munu áfram takast á. Mynd/ AFP

Hillary Clinton hefur nú tekið forystu á Obama í barátunni fyrir forkosningar demókrata um forsetaembættið, ef marka má skoðanakannanir. Staða þeirra í skoðanakönnunum hefur verið býsna jöfn allt frá því í febrúar, en Clinton sækir á, samkvæmt síðustu Gallup könnun.

Í þeirri könnun voru 1209 demokratar spurðir hvern þeir vildu sjá sem næsta forseta og 49% nefndu Clinton en 42% sögðust styðja Obama. Skekkjumörk eru þrjú prósent og því er talað um að Clinton hafi marktækt meira fylgi en Obama.

Staðan enn tvísýn

Þrátt fyrir niðurstöður skoðanakönnunarinnar hefur Obama þegar unnið fleiri kjörmenn en Clinton. Næstu kosningar verða haldnar í Pennsylvaniu þann 22. apríl næstkomandi, en margt bendir til þess að niðurstaða í forkosningum fáist ekki áður en landsfundur demókrata verður haldinn þann 28. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×