Innlent

Fagna nýjum jafnréttislögum

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.

„Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fagnar því að nýtt jafnréttisfrumvarp er nú orðið að lögum. Sérstaklega ber að fagna nýjum ákvæðum í lögunum um rétt einstaklinga til að segja þriðja aðila frá launum sínum, auknu umboði og eftirlitsheimildum Jafnréttisstofu og því að úrskurður kærunefndar jafnréttismála er nú bindandi fyrir málsaðila. Þá er ánægjulegt að þingheimur allur skuli hafa stutt frumvarpið, sem er sögulegur áfangi í jafnréttisbaráttu kynjanna. Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar bindur miklar vonir við nýju lögin og gleðst yfir því veigamikla skrefi sem nú hefur verið stigið í þágu jafnréttis," segir í ályktun stjórnar Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem samþykkt var í kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×