Innlent

Sundlaugarperrinn reyndi að flýja land

Sundmiðstöð Keflavíkur.
Sundmiðstöð Keflavíkur.
Maðurinn sem handtekinn var á sunnudaginn í Sundmiðstöð Keflavíkur var úrskurðaður í 6 vikna farbann nú síðdegis. Undanfarna daga hafa borist sex kærur vegna mannsins sem er útlendingur. Hann reyndi að komast úr landi eldsnemma í morgun.

Maðurinn mun hafa áreitt stúlkur í sundlauginni og hafa nú þegar borist sex kærur vegna mannsins. Hugsanlegt er að fleiri bætist við.

Snemma í morgun reyndi maðurinn að komast úr landi en lögreglan á Suðurnesjum uppgötvaði það í tæka tíð.

Í ljósi fjölda brota var því farið fram á það við Héraðsdóm Reykjaness að maðurinn yrði settur í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Dómari féllst ekki á það en hann var úrskurðaður í sex vikna farbann í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×