Innlent

Átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 18 mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til þriggja ára fyrir fíkniefnabrot.

Lögregla hafði í þrígang afskipti af honum á haustmánuðum 2006 og fann í öll skiptin nokkuð af fíkniefnum í fórum hans, þar á meðal hass, e-pillur og LSD.

Maðurinn játaði sök en hann á að baki nokkurn sakaferil og var á reynslulausn. Horfði dómurinn hins vegar til þess að maðurinn hefði verið í óreglu allt frá 12 ára aldri en hefði nú bætt ráð sitt og væri í fastri vinnu. Enn fremur hefði dregist að gefa út ákæru í málinu. Því væri rétt að skilorðsbinda refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×