Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að versla

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist sáttur við leikmannahóp sinn og ætlar engu við hann að bæta í janúar.

„Það gæti verið að við köllum einhverja unga leikmenn til baka úr láni. Það gefur okkur aukna breidd. Ég tók 23 leikmenn með mér til Japans og það eru allt leikmenn sem ég get glaður notað," sagði Ferguson.

Manchester United vann heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi og vonar Ferguson til að sá sigur virki sem vítamínsprauta á liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×