Katrín: Ekkert sem toppar þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 22:47 Katrín Jónsdóttir í baráttunni í kvöld. Mynd/Daníel Landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir á langan feril að baki og segir ekkert toppa það að komast á EM með landsliðinu. Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári með 3-0 sigri á Írlandi. „Mér líður æðislega og þetta er alveg yndislegt. Maður er eiginilega bara orðlaus," sagði Katrín í samtali við Vísi. „Það er ekkert sem toppar þetta hjá mér og ekkert sem kemst nálægt þessu." Hún segir þó ljóst að liðið ætli að setja sér ný markmið fyrir keppnina í Finnlandi. „Nú fáum við tíma til að njóta þess að vera komnar á EM en svo kemur að því að við setjumst niður og setjum ný markmið. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar höfðu trú á því að við myndum ná þessu markmiði en við mistum aldrei trúna. Við getum alveg gert enn betur og erum alltaf að bæta okkur. Við erum með góða leikmenn og mikla breidd." Leikmenn og þjálfari írska landsliðsins voru óánægðir með að leikurinn skyldi fara fram við svo erfiðar aðstæður en Laugardalsvöllurinn var gaddfreðinn í kvöld og stóðu leikmenn varla í lappirnar. „Maður sá það í upphitun að þær voru skransandi á vellinum og greinilega pirraðar. Svo heyrði ég í hálfleik að þjálfari þeirra hafði farið mikinn og beðið dómarann um að blása leikinn af." „Við vorum hins vegar ákveðnar í því að láta engan bilbug á okkur finna. Aðstæður voru eins fyrir bæði lið en þetta var bara ekkert að trufla okkur. Við vissum að þessu yrði ekki breytt. En þetta truflaði þær greinilega. Ég vil meina að við séum með betra lið en Írar en þær áttu ekki góðan dag." „Auðvitað hefði verið betra að spila innanhúss en það stóð bara ekki til boða. Ég veit þar að auki ekki hvort að völlurinn hefði verið eitthvað betri eftir tvo daga. En það bara skiptir ekki máli - við erum komnar áfram." Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 21:12 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Dóra María: Hef aldrei upplifað annað eins Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska liðsins gegn Írlandi í kvöld en hún skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri íslenska landsliðsins. Með sigrinum tryggði liðið sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 21:50 Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. 30. október 2008 22:26 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir á langan feril að baki og segir ekkert toppa það að komast á EM með landsliðinu. Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári með 3-0 sigri á Írlandi. „Mér líður æðislega og þetta er alveg yndislegt. Maður er eiginilega bara orðlaus," sagði Katrín í samtali við Vísi. „Það er ekkert sem toppar þetta hjá mér og ekkert sem kemst nálægt þessu." Hún segir þó ljóst að liðið ætli að setja sér ný markmið fyrir keppnina í Finnlandi. „Nú fáum við tíma til að njóta þess að vera komnar á EM en svo kemur að því að við setjumst niður og setjum ný markmið. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar höfðu trú á því að við myndum ná þessu markmiði en við mistum aldrei trúna. Við getum alveg gert enn betur og erum alltaf að bæta okkur. Við erum með góða leikmenn og mikla breidd." Leikmenn og þjálfari írska landsliðsins voru óánægðir með að leikurinn skyldi fara fram við svo erfiðar aðstæður en Laugardalsvöllurinn var gaddfreðinn í kvöld og stóðu leikmenn varla í lappirnar. „Maður sá það í upphitun að þær voru skransandi á vellinum og greinilega pirraðar. Svo heyrði ég í hálfleik að þjálfari þeirra hafði farið mikinn og beðið dómarann um að blása leikinn af." „Við vorum hins vegar ákveðnar í því að láta engan bilbug á okkur finna. Aðstæður voru eins fyrir bæði lið en þetta var bara ekkert að trufla okkur. Við vissum að þessu yrði ekki breytt. En þetta truflaði þær greinilega. Ég vil meina að við séum með betra lið en Írar en þær áttu ekki góðan dag." „Auðvitað hefði verið betra að spila innanhúss en það stóð bara ekki til boða. Ég veit þar að auki ekki hvort að völlurinn hefði verið eitthvað betri eftir tvo daga. En það bara skiptir ekki máli - við erum komnar áfram."
Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 21:12 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Dóra María: Hef aldrei upplifað annað eins Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska liðsins gegn Írlandi í kvöld en hún skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri íslenska landsliðsins. Með sigrinum tryggði liðið sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 21:50 Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. 30. október 2008 22:26 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57
Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 21:12
Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33
Dóra María: Hef aldrei upplifað annað eins Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska liðsins gegn Írlandi í kvöld en hún skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri íslenska landsliðsins. Með sigrinum tryggði liðið sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 21:50
Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. 30. október 2008 22:26