Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 22:26 Noel King, þjálfari Íra. Mynd/Daníel Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt." Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt."
Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti