Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 22:26 Noel King, þjálfari Íra. Mynd/Daníel Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt." Fótbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Sjá meira
Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt."
Fótbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Sjá meira