Lögmaður höfuðpaursins: „Maður hefur ekki séð þetta áður“ 27. júní 2008 11:34 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. „Það má segja að þetta séu getgátur lögreglunnar sem ómögulegt hafi verið að sanna en dómurinn byggir á óbeinum sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu," segir Grímur en Anton mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Anton, sem talinn er höfuðpaurinn í málinu, á nokkra sögu í fíkniefnaheiminum. Hann var m.a. dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000. Sími Antons var hleraður í um eitt ár áður en hann var handtekinn. „Það er í rauninni bara ein hlerun þar sem eitthvað kemur fram sem lögreglan telur tengjast þessu. Þar eru þeir hleraðir inni í bíl og eru að tala um að breyta einhverjum flugmiðum. Anton kom með sínar skýringar á því en dómurinn telur að þar hafi þeir verið að tala um flugmiða fyrir burðardýrin," segir Grímur sem finnst dómurinn byggja niðurstöðu sína á mjög litlum sönnunargögnum. „Maður hefur ekki séð þetta áður, yfirleitt eru einhver vitni sem benda á viðkomandi en það er ekki í þessu tilfelli. Dómurinn er líka þungur, tvö ár óskilorðsbundið." Grímur bendir á að þróunin í kókaínmálum sé sú að dómar hafi farið lækkandi undanfarið og segir að fyrir sama magn hafi menn verið að sjá 12 upp í 16 mánuði. „En tuttugu og fjórir mánuðir er mjög mikið." Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
„Ég er ekki sammála dómnum enda voru engin bein sönnunargögn sem tengdu hann þessu máli. Þetta voru meira og minna spádómar um eitthvað sem menn hefðu getað verið að tala um,“ segir Grímur Sigurðarson, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á um 700 grömmum af kókaíni. „Það má segja að þetta séu getgátur lögreglunnar sem ómögulegt hafi verið að sanna en dómurinn byggir á óbeinum sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu," segir Grímur en Anton mun áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Anton, sem talinn er höfuðpaurinn í málinu, á nokkra sögu í fíkniefnaheiminum. Hann var m.a. dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000. Sími Antons var hleraður í um eitt ár áður en hann var handtekinn. „Það er í rauninni bara ein hlerun þar sem eitthvað kemur fram sem lögreglan telur tengjast þessu. Þar eru þeir hleraðir inni í bíl og eru að tala um að breyta einhverjum flugmiðum. Anton kom með sínar skýringar á því en dómurinn telur að þar hafi þeir verið að tala um flugmiða fyrir burðardýrin," segir Grímur sem finnst dómurinn byggja niðurstöðu sína á mjög litlum sönnunargögnum. „Maður hefur ekki séð þetta áður, yfirleitt eru einhver vitni sem benda á viðkomandi en það er ekki í þessu tilfelli. Dómurinn er líka þungur, tvö ár óskilorðsbundið." Grímur bendir á að þróunin í kókaínmálum sé sú að dómar hafi farið lækkandi undanfarið og segir að fyrir sama magn hafi menn verið að sjá 12 upp í 16 mánuði. „En tuttugu og fjórir mánuðir er mjög mikið."
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði