Innlent

Baka stærstu köku Vesturbæjar

Terta.
Terta. Mynd/ Anton Brink

Unglingar í æskulýðsstarfi í Neskirkju hyggjast baka stærstu súkkulaðiköku sem bökuð hefur verið í Vesturbæ, föstudaginn 29. febrúar næstkomandi. Verkefnið er hluti af söfnun fyrir ferðalag unglinga sem ætla á alþjóðlegt æskulýðsmót í Prag næsta sumar.

Stefnt er á að sunnudaginn 2 mars, á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunar, verði orðin til 5 metra löng súkkulaðikaka. Hún verður til sýnis í safnaðarheimili Neskirkju og í lok dags verður svo gestum og gangandi boðið að smakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×