Innlent

Ók undir áhrifum lyfja

Einn ökumaður var í dag grunaður um akstur undir áhrifum lyfja en hann hafði lent í umferðaróhappi á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg. Þar urðu ekki slys á fólki en einhvert tjón á ökutækjum.

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir dökkgrárri Toyota Land Cruiser 120 með skráningarnúmerið UY575. Um er að ræða bílaleigubifreið, árgerð 2007, sem talið er að hafi verið tekin ófrjálsri hendi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×