Innlent

Utanríkisráðuneytið leiðréttir sig

Halldór Ásgrímsson hitti Kofi Annan árið 2003.
Halldór Ásgrímsson hitti Kofi Annan árið 2003.

Eins og Vísir benti á fyrr í dag var ekki farið rétt með í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þegar sagt var að réttur áratugur væri liðinn frá því utanríkisráðherra Íslands hefði síðast hitt aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Hið rétta er að um fimm ár eru síðan þetta gerðist og hefur ráðuneytið nú sent frá sér eftirfarandi:

„Ranghermt var í fréttatilkynningu ráðuneytisins í dag að áratugur væri liðinn frá því að íslenskur utanríkisráðherra hitti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hið rétta er að Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, átti fund með þáverandi aðalframkvæmdastjóra stofnunarinnar, Kofi Annan, í september 2003. Beðist er velvirðingar á þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×