Innlent

Bænastund vegna bílslyssins á Akranesi

Akraneskirkja.
Akraneskirkja.

Bænastund verður haldin í Akraneskirkju klukkan 18:00 í kvöld vegna piltanna tveggja sem lentu í alvarlegu bílslysi í bænum í síðustu viku.

Piltarnir sem eru báðir á átjánda ári keyrðu á miklum hraða á húsvegg við Vesturgötu þann 18.febrúar síðast liðinn.

Annar piltanna liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er haldið sofandi í öndunarvél. Hinn var útskrifaður fljótlega af gjörgæsludeildinni.

Hvorugur piltanna var í belti við áreksturinn og voru þeir meðvitundarlausir þegar að þeim var komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×