Innlent

Fangi sýknaður af fíkniefnabroti þar sem það var fyrnt

MYND/Stefán

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað fanga á Lilta-Hrauni af fíkniefnabroti vegna þess að mál hans er fyrnt.

Fram kemur í dómnum að fangaverðir hafi í október 2005 fundið einn skammt af LSD í klefa fangans á Litla-Hrauni. Hann játaði brot sitt en krafðist sýknu á þeim forsendum að málið væri fyrnt.

Bent er á að brotið hafi verið framið 7. október 2005 og rannsókn lokið 10. október sama ár. Hins vegar var tekin lögregluskýrsla af manninum í október í fyrra og ákæra loks gefin út í febrúar í ár.

Héraðsdómur vísaði til þess að brot sem þessi fyrndust á tveimur árum og þar sem ekki hefði verið gefin út ákæra fyrr en í ár ætti það við í þessu tilviki. Var maðurinn því sýknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×