Innlent

Peningum stolið úr ferðasjóði félagsheimilis í Eyjum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/365

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú þjófnað á peningum úr ferðasjóði félagsheimilisins Rauðagerðis sem átti sér stað 18. febrúar.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að talið sé að sá sem þarna var að verki hafi falið sig inni í húsinu og síðan látið til skara skríða eftir að starfsfólkið var farið. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um það eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Þá var lögreglu í Eyjum tilkynnt um rúðubrot í bænum í lok síðustu viku. Talið er að rúðan hafi verið brotin með því að henda í hana bjórflösku. Ekki er vitað hver þarna var að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×