Innlent

Loðnumælingar hafnar aftur eftir óveðursstopp

Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni gat hafið mælingar snemma í morgun og horfur eru góðar í dag, en hætta varð mælingum síðdegis í gær vegna óveðurs.

Mælingar hófust við Ingólfshöfða og er leitað vestur með suðurströndinni. Fjögur loðnuskip eru lögðu úr höfn í Vestmannaeyjum fyrir stundu og koma á móti hafrannsóknaskipinu.

Að sögn Sveins Sveinbjörnssonar leiðangursstjóra á Árna Friðrikssyni hefur eitthvað af loðnu mælst í morgun en skipið er ekki komið á svæðið þar sem mest er af henni. Á þessari stundu er alltof snemmt að segja hvort frekari veiðar verða heimilaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×