Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum 5. febrúar 2008 00:01 Langstærstur hluti fíkniefnanna sem fundust í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Tvö kíló til viðbótar fundust í Færeyjum, í skotti bíls hjá 24 ára Íslendingi. Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira