Enski boltinn

Cardiff í úrslitaleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Cardiff fagna markinu sem kom þeim í úrslitaleikinn. Úrslitaleikurinn verður um miðjan maí.
Leikmenn Cardiff fagna markinu sem kom þeim í úrslitaleikinn. Úrslitaleikurinn verður um miðjan maí.

Það verður Cardiff sem mætir Portsmouth í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Cardiff vann Barnsley 1-0 í undanúrslitaleik á Wembley með marki Joe Ledley á 9. mínútu leiksins.

Odejayi fékk sannkallað dauðafæri til að jafna fyrir Barnsley í seinni hálfleiknum en hitti ekki markið. Barnsley er því úr leik en liðið lagði m.a. Liverpool og Chelsea í leið sinni í undanúrslitin.

Cardiff sýndi góða frammistöðu í dag og ljóst að liðið mun ekkert gefa eftir í úrslitaleiknum gegn úrvalsdeildarliði Portsmouth en Cardiff er um miðja 1. deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×