Enski boltinn

Snýr Torres aftur um hátíðarnar?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres.

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, gæti snúið aftur á völlinn yfir hátíðarnar. Hann hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins vegna meiðsla sem hann hlaut í sigurleik gegn Marseille í Meistaradeildinni.

Liverpool mætir Bolton á öðrum degi jóla og leikur svo gegn Newcastle á sunnudag. Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool, gat ekki staðfest að Torres myndi koma við sögu gegn Bolton en sagði að leikmaðurinn væri að verða leikfær.

„Torres tekur framförum og nálgast endurkomu," sagði Lee sem hefur stýrt æfingum Liverpool að undanförnu vegna veikinda Rafa Benítez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×