Enski boltinn

Nú vantar bara titil með Englandi

NordicPhotos/GettyImages

Wayne Rooney var að vonum ánægður eftir að Manchester United tryggði sér heimsmeistaratitil félagsliða um helgina.

Hinn 23 ára gamli Rooney hefur þar með unnið alla helstu titla sem í boði eru með Manchester United - ensku deildina, enska bikarinn, meistaradeildina og nú síðast HM félagsliða.

Þá vantar bara eitt gull í safnið sem fram að þessu virðist hafa þótt ansi langsótt - að vinna stórmót með enska landsliðinu.

"Það hefur verið draumur minn að verða heimsmeistari síðan ég var barn og ég vissi að við gætum unnið alla þrjá titlana á sama árinu, en liðið á hrós skilið fyrir að hafa klárað verkefnið," sagði Rooney sem kjörinn var maður mótsins um helgina.

"Það væri gaman að vinna eitthvað með landsliðinu og ég trúi að við getum það. Capello er á réttri leið með liðið og hefur ásamt starfsfólki sínu náð að stappa stálinu í mannskapinn. Leikmennirnir hafa líka svarað kallinu nokkuð vel fram að þessu," sagði Rooney.

Enska landsliðið virtist dautt og grafið eftir að það datt út úr undankeppni EM á sínum tíma, en það hefur rétt nokkuð úr kútnum síðan Fabio Capello tók við af Steve McClaren.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×