Innlent

Mikill fjöldi bíla fastur á Reykjanesbrautinni

Stutt er síðan mikil ofankoma var í Grindavík og á Grindavíkurvegi þar sem fjöldi bíla sat fastur.
Stutt er síðan mikil ofankoma var í Grindavík og á Grindavíkurvegi þar sem fjöldi bíla sat fastur. MYND/Víkurfréttir

Mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum í morgun og situr mikill fjöldi bíla fastur á Reykjanesbrautinni, allt frá Grindavíkurafleggara, sem er lokaður eins og Reykjanesbrautin, að Keflavík. Þá losnaði skip frá bryggju í Sandgerðishöfn.

Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að annríki hafi verið hjá björgunarsveitum á suðvesturhorninu frá því í nótt vegna ófærðarinnar. Sveitir frá Borgarnesi og Akranesi hafa aðstoðað ökumenn undir Hafnarfjalli og í Melahverfi. Fyrir austan fjall hafa sveitir einnig verið kallaðar út vegna ófærðar á Selfossi, Þrengslunum og Hellisheiði.

Sveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig sinnt hjálparbeiðnum, mest í Mosfellsbæ og á Vesturlandsvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×