Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengin kynferðisbrot 25. janúar 2008 10:43 MYND/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Hlaut konan ýmsar rispur og mar á líkama, svo hart gengu þeir fram. Konan hitti mennina á veitingastað í bænum og var samferða þeim upp Laugaveginn. Þeir réðust hins vegar á hana í húsasundi á Laugaveginum á hrottafenginn hátt. Mennirnir neituðu sök fyrir dómi og bar annar þeirra fyrir sig minnisleysi vegna ölvunar en hinn sagði samfarir hafa farið fram með vilja konunnar. Dómurinn mat framburð hans ekki trúverðugan en sagði framburð konunnar hafa verið stöðugan allan tímann. Voru þeir því sakfelldir fyrir brot sín. Eiga sér engar málsbætur Litháarnir tveir, sem eru 32 og 28 ára, eiga báðir dóma að baki í heimalandi sínu, meðal annars fyrir fjárkúgun og þjófnað og rán. Var litið til þess og þess hversu hrottafengin árás mannanna var, bæði í ljósi kringumstæðna og þeirra svívirðilegu og niðurlægjandi aðferða sem þeir beittu og þess gríðarlega sálartjóns sem þeir ollu henni. Hafi þeir sýnt fullkomið skeytingarleysi fyrir líðan hennar, kynfrelsi og æru, þegar þeir veittust að henni í bílskýlinu, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu einbeittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um miskunn, segir í dómnum. „Hefur annar þeirra síðan borið við minnisleysi um atburði og hinn með auvirðilegum hætti vænt X um falska kæru, sem rót eigi að rekja til fjárgræðgi og vonbrigða með samfund við ákærðu í umræddu rými, um miðja nótt í þriggja stiga hita, og að auki gefið í skyn að hún hafi hlotið áverka á kynfærum við samræði með óskyldum aðila, í kjölfar samskipta við ákærðu. Að gættum öllum þessum atriðum er það ekki aðeins álit dómenda, að ákærðu hafi unnið til þungrar refsingar og eigi sér engar málsbætur heldur einnig, að þyngja beri refsingu þeirra sérstaklega í ljósi samverknaðar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga," segir í dómnum. Auk fimm ára fangelsis voru þeir dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Hlaut konan ýmsar rispur og mar á líkama, svo hart gengu þeir fram. Konan hitti mennina á veitingastað í bænum og var samferða þeim upp Laugaveginn. Þeir réðust hins vegar á hana í húsasundi á Laugaveginum á hrottafenginn hátt. Mennirnir neituðu sök fyrir dómi og bar annar þeirra fyrir sig minnisleysi vegna ölvunar en hinn sagði samfarir hafa farið fram með vilja konunnar. Dómurinn mat framburð hans ekki trúverðugan en sagði framburð konunnar hafa verið stöðugan allan tímann. Voru þeir því sakfelldir fyrir brot sín. Eiga sér engar málsbætur Litháarnir tveir, sem eru 32 og 28 ára, eiga báðir dóma að baki í heimalandi sínu, meðal annars fyrir fjárkúgun og þjófnað og rán. Var litið til þess og þess hversu hrottafengin árás mannanna var, bæði í ljósi kringumstæðna og þeirra svívirðilegu og niðurlægjandi aðferða sem þeir beittu og þess gríðarlega sálartjóns sem þeir ollu henni. Hafi þeir sýnt fullkomið skeytingarleysi fyrir líðan hennar, kynfrelsi og æru, þegar þeir veittust að henni í bílskýlinu, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu einbeittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um miskunn, segir í dómnum. „Hefur annar þeirra síðan borið við minnisleysi um atburði og hinn með auvirðilegum hætti vænt X um falska kæru, sem rót eigi að rekja til fjárgræðgi og vonbrigða með samfund við ákærðu í umræddu rými, um miðja nótt í þriggja stiga hita, og að auki gefið í skyn að hún hafi hlotið áverka á kynfærum við samræði með óskyldum aðila, í kjölfar samskipta við ákærðu. Að gættum öllum þessum atriðum er það ekki aðeins álit dómenda, að ákærðu hafi unnið til þungrar refsingar og eigi sér engar málsbætur heldur einnig, að þyngja beri refsingu þeirra sérstaklega í ljósi samverknaðar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga," segir í dómnum. Auk fimm ára fangelsis voru þeir dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira