Aðeins ein íslensk mynd slegin hjá Bruun 8. október 2008 03:00 Pétur þór Fyrir ári hefði uppboðssalurinn verið fullur af íslendingum og bitist um verkin. „Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira