Aðeins ein íslensk mynd slegin hjá Bruun 8. október 2008 03:00 Pétur þór Fyrir ári hefði uppboðssalurinn verið fullur af íslendingum og bitist um verkin. „Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira