Reading er áfram í öðru sæti ensku B-deildarinnar þrátt fyrir að ná aðeins 1-1 jafntefli við Southampton í dag.
Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru báðir í byrjunarliði Reading í dag. Liðið hefur 51 stig í öðru sæti deildarinnar líkt og Birmingham, en Wolves er langefst með 57 stig og á leik til góða.
Aron Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry sem lagði Sheffield Wednesday 2-0, Heiðar Helguson var á ný í byrjunarliði QPR sem gerði markalaust jafntefli við Watford og Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn sem varamaður þegar lið hans Burnley tapaði 2-1 fyrir Doncaster.