Sökuð um svindl í Eurovision Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 15. febrúar 2008 06:00 Mikil ólga er meðal keppenda í Laugardagslögunum og dagskrárstjóri segir gott að fólk taki keppnina alvarlega. Mercedes Club er í miðju ólgunnar. Meðlimir sveitarinnar eru sakaðir um svindl. Vísir/Vilhelm „Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“ Eurovision Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“
Eurovision Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira