Clinton og Obama hnífjöfn en McCain með þægilegt forskot 4. febrúar 2008 22:27 Spennan magnast með hverri klukkustundinni en nú er rúmur sólarhringur þangað til hægt verður að segja til með nokkurri vissu hvaða tveir frambjóðendur munu berjast í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Á morgun verður kosið í rúmlega tuttugu ríkjum í forvali þar sem fulltrúar demókrata og republikana takast á um hver þeirra hlýtur tilnefningu. Þó getur svo farið að línur verði ekki að fullu ljósar eftir úrslit morgundagsins. Hjá republikönum hefur John McCain unnið á og þykir líklegri en Mitt Romney til að fara með sigur af hólmi. Hann hefur farið mikinn síðustu daga og safnað um sig stuðningsmönnum, þar á meðal George Pataki, fyrrum öldungardeildarþingmanni í New York og Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóra og hasarhetju. Síðustu kannanir benda til þess að stríðshetjan McCain hafi þægilegt forskot á Mitt Romney, helsta keppinautinn. Spennan er meiri hjá demókrötum en þar á bænum má ekki á milli sjá hvor stendur betur, Hillary Clinton eða Barack Obama. Það eru reyndar ekki góðar fréttir fyrir Clinton sem hafði töluvert forskot á Obama í upphafi en það virðist gufað upp. Obama hefur líkt og McCain verið duglegur við að ná sér í áhrifamikla stuðningsmenn. Oprah Winfrey styður hann með ráð og dáð eins og frægt er orðið og í dag kynnti kvikmyndastjarnan Robert DeNiro hann til leiks á kosningafundi í Meadowlands leikvanginum í New Jersey. Á fundinn mætti líka Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaðurinn. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Meadowlands er heimavöllur New York Giants, sem sigruðu New England Patriots í Super Bowl í gær. Kennedy er frá Massachusets á Nýja Englandi og einn harðasti stuðningsmaður Patriots. Obama notaði tækifærið og sagði þetta gott dæmi um hæfni hans til að sameina ólíka hópa undir einum fána. „Að mér skuli hafa tekist að fá Patriots aðdáanda til að mæta hingað daginn eftir Super Bowl er eins og að leiða saman ljónið og lambið," sagði Barack Obama í New Jersey. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Spennan magnast með hverri klukkustundinni en nú er rúmur sólarhringur þangað til hægt verður að segja til með nokkurri vissu hvaða tveir frambjóðendur munu berjast í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Á morgun verður kosið í rúmlega tuttugu ríkjum í forvali þar sem fulltrúar demókrata og republikana takast á um hver þeirra hlýtur tilnefningu. Þó getur svo farið að línur verði ekki að fullu ljósar eftir úrslit morgundagsins. Hjá republikönum hefur John McCain unnið á og þykir líklegri en Mitt Romney til að fara með sigur af hólmi. Hann hefur farið mikinn síðustu daga og safnað um sig stuðningsmönnum, þar á meðal George Pataki, fyrrum öldungardeildarþingmanni í New York og Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóra og hasarhetju. Síðustu kannanir benda til þess að stríðshetjan McCain hafi þægilegt forskot á Mitt Romney, helsta keppinautinn. Spennan er meiri hjá demókrötum en þar á bænum má ekki á milli sjá hvor stendur betur, Hillary Clinton eða Barack Obama. Það eru reyndar ekki góðar fréttir fyrir Clinton sem hafði töluvert forskot á Obama í upphafi en það virðist gufað upp. Obama hefur líkt og McCain verið duglegur við að ná sér í áhrifamikla stuðningsmenn. Oprah Winfrey styður hann með ráð og dáð eins og frægt er orðið og í dag kynnti kvikmyndastjarnan Robert DeNiro hann til leiks á kosningafundi í Meadowlands leikvanginum í New Jersey. Á fundinn mætti líka Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaðurinn. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Meadowlands er heimavöllur New York Giants, sem sigruðu New England Patriots í Super Bowl í gær. Kennedy er frá Massachusets á Nýja Englandi og einn harðasti stuðningsmaður Patriots. Obama notaði tækifærið og sagði þetta gott dæmi um hæfni hans til að sameina ólíka hópa undir einum fána. „Að mér skuli hafa tekist að fá Patriots aðdáanda til að mæta hingað daginn eftir Super Bowl er eins og að leiða saman ljónið og lambið," sagði Barack Obama í New Jersey.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira