Innlent

Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar

Benjamín er á meðal fremstu vaxtaræktarmanna landsins.
Benjamín er á meðal fremstu vaxtaræktarmanna landsins.

Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld.

Lögmaður Benjamíns segir birtingu myndbands, sem sýnir Benjamín ráðast með grófu ofbeldi á umdeildan athafnamann, fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu.

Ritstjóri Kompáss segir að málshöfðunin hafi engin áhrif á birtingu mynbandsins en Kompás verður í opinni dagskrá á Stöð 2 á morgun strax að loknum fréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×