Varar verslunarfólk við stolnum kortum 18. febrúar 2008 13:06 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir afgreiðslufólki að skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar misnoti kort sem þeir eiga ekki. Lögreglan handtók mann um helgina en hann hafði brotist inn í íbúð og m.a. stolið þaðan greiðslukorti húsráðanda. Kortið notaði hann síðan til að svíkja út vörur í verslunum. Lögregla brýnir einnig fyrir verslunarfólki að bera saman undirskriftir. Mikilvægt sé að afgreiða alls ekki vörur út á greiðslukort sem er framvísað af öðrum en handhafa kortsins. „Reyni einhver að fá vörur út á greiðslukort, sem greinilega er ekki eign hans, þarf að kalla til lögreglu. Þá þarf að taka til hliðar kort, sem eru vákort, eða ætla megi að svo sé," segir lögregla í tilkynningu. Lögreglan hvetur til aðgæslu í þessum efnum og vísar til þess að ungur maður sveik nýlega út vörur fyrir rúmar þrjú hundruð þúsund krónur í verslun einni. Hann lét útbúa raðgreiðslur í bæði skiptin, sem er sennilega til þess að eiga síður hættu á synjun á kortið. „Af upptökum úr öryggiskerfi verslunarinnar að dæma var hann hvorki spurður um persónuskilríki, né litið á kortið um hvort hann gæti verið eigandi þess eða ekki. Hann var látinn skrifa undir raðgreiðslusamningana og gekk síðan út með vörurnar. Vörurnar lét maðurinn síðan í skiptum fyrir fíkniefni. Þá er dæmi um að afgreiðslumaður í verslun hafi "straujað" greiðslukort viðskiptavinar þrisvar sinnum. Alltaf komu upplýsingar fram um að um vákort væri að ræða. Þrátt fyrir það fór manneskjan út úr versluninni - með kortið," segir lögreglan. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir afgreiðslufólki að skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar misnoti kort sem þeir eiga ekki. Lögreglan handtók mann um helgina en hann hafði brotist inn í íbúð og m.a. stolið þaðan greiðslukorti húsráðanda. Kortið notaði hann síðan til að svíkja út vörur í verslunum. Lögregla brýnir einnig fyrir verslunarfólki að bera saman undirskriftir. Mikilvægt sé að afgreiða alls ekki vörur út á greiðslukort sem er framvísað af öðrum en handhafa kortsins. „Reyni einhver að fá vörur út á greiðslukort, sem greinilega er ekki eign hans, þarf að kalla til lögreglu. Þá þarf að taka til hliðar kort, sem eru vákort, eða ætla megi að svo sé," segir lögregla í tilkynningu. Lögreglan hvetur til aðgæslu í þessum efnum og vísar til þess að ungur maður sveik nýlega út vörur fyrir rúmar þrjú hundruð þúsund krónur í verslun einni. Hann lét útbúa raðgreiðslur í bæði skiptin, sem er sennilega til þess að eiga síður hættu á synjun á kortið. „Af upptökum úr öryggiskerfi verslunarinnar að dæma var hann hvorki spurður um persónuskilríki, né litið á kortið um hvort hann gæti verið eigandi þess eða ekki. Hann var látinn skrifa undir raðgreiðslusamningana og gekk síðan út með vörurnar. Vörurnar lét maðurinn síðan í skiptum fyrir fíkniefni. Þá er dæmi um að afgreiðslumaður í verslun hafi "straujað" greiðslukort viðskiptavinar þrisvar sinnum. Alltaf komu upplýsingar fram um að um vákort væri að ræða. Þrátt fyrir það fór manneskjan út úr versluninni - með kortið," segir lögreglan.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira