Innlent

Bylting í tryggingarmálum launþega með nýjum samningum

Bylting varð í tryggingamálum launþega með nýgerðum kjarasamningum að mati Sigurðar Bessasona, formanns Eflingar. Hann segir að þar með hafi loks verið gengið frá máli sem verið hafi verkalýðshreyfingunni til skammar.

Sigurður var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hann nýjan tryggingarpakka algjöra byltingu frá því sem áður var en þessir hlutri hafi verið verkalýðshreyfingunni til langs tíma til skammar. Menn hafi náð í gegn mjög góðum breytingum og tryggingarnar séu orðnar sambærilegar því sem sé hjá ríki og sveitarfélögum.

Sigurður benti á að ákvæði áfallatryggingasjóðs eða endurhæfingarsjóðs gerðu ráð fyrir fjármunum frá þremur aðilum, atvinnulífi, ríki og lífeyrissjóðum. Um sé að ræða 2,1 milljarð sem lagður verði fram á hverju ári á samningstíma kjarasamninganna.

„Þetta eru fjármunir sem við höfum til þess að vinna í forvarnarstarfi og ég held að sá þáttur muni með sama hætti hafa veruleg áhrif til breytingar, sérstaklega gagnvart því að spyrna við þeirri miklu örorku sem við erum að glíma við," sagði Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×