Innlent

Bakkaði á mann sem skýldi sér fyrir illviðri

Ekið var á mann um miðjan dag á Vallarheiði en það er gamla varnarliðssvæðið. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum að sendibifreið hafi verið ekið aftur á bak og á gangandi vegfarnada, sem var að skýla sér fyrir aftan bifreiðina fyrir veðrinu en þá gekk yfir með dimmum éljum. Skall vegfarandinn harkalega á bifreiðinni og vankaðist. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×