Innlent

Nokkur loðnuskip fengu risaköst

Loðnuveiðar hofust af fullum krafti um leið og veiðibanninu var aflétt í gær. Nokkur skip fengu risaköst, eða vel á annað þúsund tonn í kasti, og eru farin heim til löndunar.

Nokkur skip eru á miðunum og nokkur á leiðinni þangað. Þau skip sem eiga lítinn afla fara sér þó hægt til þess að veiða ekki fyrr en loðnan er orðin full af hrognum, en þá fæst mun meira fyrir aflann en ella.

Þokkalegt veður er á miðunum norðaustur af Vestmannaeyjum og heldur loðnan sig á grunnu vatni alveg uppundir fjörunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×