Davíð ekki að íhuga að segja af sér - Krónan enn heppilegur gjaldmiðill 28. október 2008 11:42 Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira