Bjart yfir kafbátasmíði Íslendinga Óli Tynes skrifar 18. september 2008 13:15 Það þarf ekki nema einn mann til að sjósetja Gaiva. MYND/Hafmynd Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada. Innlent Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada.
Innlent Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent