Enski boltinn

Laurent Robert á leið til Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Laurent Robert í leik með Portsmouth árið 2005.
Laurent Robert í leik með Portsmouth árið 2005. Nordic Photos / Getty Images

Derby hefur samið við Laurent Robert um að leika með liðinu út leiktíðina en eftir að ganga frá sjálfum félagaskiptunum.

Robert hefur æft með Derby að undanförnu og telur stjóri liðsins, Paul Jewell, að hann muni styrkja liðið í botnbaráttunni sem er framundan í ensku úrvalsdeildinnni.

„Ég er sannfærður um að við getum náð því besta úr honum og ef það gerist erum við komnir með frábæran leikmann," sagði Jewell.

Robert lék síðast í ensku úrvalsdeildinni með Portsmouth og þar áður með Newcastle. Hann var síðast samningsbundinn Levante á Spáni en samningi hans þar var sagt upp.

Jewell hefur verið duglegur að sanka að sér leikmönnum síðan að félagaskiptaglugginn opnaði um áramótin. Danny Mills og Emanuel Villa eru komnir til liðsins og Robbie Savage er á leiðinni. Þá hefur Derby einnig gert Thomas Sörensen markverði Aston Villa tilboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×