Enski boltinn

Faubert allur að koma til

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Julien Faubert í leik með Bordeaux á síðasta ári.
Julien Faubert í leik með Bordeaux á síðasta ári. Nordic Photos / AFP

Miðvallarleikmaðurinn Julien Faubert spilaði í fyrsta sinn í langan tíma í gær er hann skoraði mark fyrir varalið West Ham gegn varaliði Aston Villa í gær.

Faubert var ekki nema 39 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins í gær sem Aston Villa vann á endanum, 2-1. Hann var svo tekinn af velli í hálfleik.

Hann sleit hásin í leik gegn tékkneska liðinu Sigma Olomouc í júlí síðastliðnum, skömmu eftir að hann gekk til liðs við West Ham frá Bordeaux í Frakklandi. West Ham greiddi 6,1 milljón punda fyrir Faubert sem er 24 ára gamall og á einn leik að baki með franska landsliðinu.

Í þeim landsleik skoraði hann sigurmark sinna manna í 2-1 sigri Frakka á Bosníu.

Hann var einnig sterklega orðaður við Rangers í sumar en ákvað á endanum að fara til West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×