Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi 1. apríl 2008 07:52 Al Gore, friðarverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira