Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi 1. apríl 2008 07:52 Al Gore, friðarverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent