Enski boltinn

Kinnear orðinn bjartsýnn á að halda Owen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Kinnear.
Joe Kinnear.

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, segist vera orðinn mun bjartsýnni á að Michael Owen framlengi samningi sínum við félagið. Owen hefur fengið í hendurnar nýjan þriggja ára samning.

„Eftir að hafa rætt við hann er ég mun bjartsýnni á að hann verði áfram. Ég reikna með að málin skýrist á næstu dögum," sagði Kinnear en Owen hefur skorað 29 mörk fyrir Newcastle síðan hann kom frá Real Madrid árið 2005.

„Við ræddum málin í um klukkustund. Hann mun nú skoða málin með umboðsmanni sínum og svara okkur bráðlega," sagði Kinnear. 

Miðjumaðurinn Nicky Butt, sóknarmaðurinn Shola Ameobi og markvörðurinn Steve Harper hafa einnig fengið nýja samninga í hendurnar og er reiknað með því að þeir skrifi undir þá á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×