Innlent

Ólöf vill að borað sé fyrir fleiri jarðgöngum

MYND/Myndasafn

Menn þurfa að bora miklu meira, segir Ólöf Nordal, varaformaður samgöngunefndar Alþingis, sem telur að gefa verði í við jarðgangagerð um land allt.

Austfirðingar freista þess að halda síðasta risabornum við Kárahnjúka eftir í landinu og vilja fá hann til að bora veggöng á Miðausturlandi. Til þess þarf fulltingi stjórnvalda.

Sem varaformaður samgöngunefndar er Ólöf helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í samgöngumálum. Hún vill sjá breyttar áherslur við endurskoðun samgönguáætlunar.

Hún segir jarðgöng styrkja innviðina, samfélagið verði miklu betra og þau séu ótvírætt hagur fyrir efnahagslífið.

Hún segir jarðgöng styrkja innviðina, samfélagið verði miklu betra og þau séu ótvírætt hagur fyrir efnahagslífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×