Innlent

Þróun bólusetningarlyfja ungbarna mikilvæg

MYND/Getty Images

Varnir ungbarna yrðu sterkari gegn bakteríusýkingum sem valda meðal annars eyrnabólgu, lungnabólgu og heilahimnubólgu, ef börn yrðu bólusett á fyrstu vikum eftir fæðingu. Mikilvægt er að þróa bólusetningarlyf þannig að hægt sé að nota þau í þeim tilgangi.

Þetta segir Þórunn Ásta Ólafsdóttir doktorsnemi við Læknadeild HÍ. Hún hefur verið í rannsóknarteymi doktorsnema sem kannað hefur bólusetningar ungbarna gegn bakteríusýkingum sem valda meðal annars eyrnabólgu, lungnabólgu og heilahimnubólgu. Bólusetningar ungbarna við slíkum sýkingum virka í um fimmtíu prósent tilvika. Nýlegar rannsóknir doktorsnema við Læknadeild HÍ sýna að bólusetningar ungbarna myndu ef til vill virka betur í um 90-100 prósent tilvika ef ungbörn yrðu sprautuð í gegnum slímhúð í nefi í stað bólusetningar undir húð eins og nú er gert. Þórunn Ásta segir að bólusetningarlyf sem nú þegar séu á markaðnum verki vel á ungbörn.

Hún segir að á markaðnum sé til bóluefni sem verki vel gegn eyrnabólgu bakteríusýkingu en þau séu dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×