Framsókn tókst það sem Sjálfstæðisflokknum tókst ekki 24. janúar 2008 09:50 MYND/GVA Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Framsókn hafi tekist það sem Sjálfstæðisflokknum í borginni tókst ekki, að kasta nógu miklum skít á Björn Ingi Hrafnsson þannig að hann hverfi úr pólitík. Hann á þó von á að Björn Ingi komi aftur inn á vettvang stjórnmálanna.„Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Þessi orð Ólafar ríku komu mér fyrst í hug þegar ég loks komst í netsamband hér í Doha við Arabíuflóann og sá að Björn Ingi Hrafnsson var hættur afskiptum af stjórnmálum. Ætli stuðningsmenn Björns Inga í Framsóknarflokknum séu svo blóðlitlir að þeir hugsi ekki til Ólafar ríku?" segir Össur á vefsíðu sinni um viðskilnað Björns Inga við borgarmálin.Össur segir ákvörðun Björns Inga skiljanlega og að það þurfi mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. „Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói.. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni," segir Össur.Össur segir Björn Inga hafa verið einn af örfáum stjórnmálamönnum innan Framsóknar sem hafi haft burði til að axla forystuhlutverk til framtíðar og spyr hvort aðrir kandídatar hafi efnt til aðfararinnar. „Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni. Þau höfðu erindi sem erfiði - en uppskera í staðinn flokk, sem veikist enn frekar, og er nú orðinn helsjúkur. Smáflokkur á niðurleið, sem lendir í svona subbulegum átökum, á sér varla viðreisnar von," segir Össur.Össur bendir ár að Björn Ingi hafi verið í hópnum í kringum Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og uppgjör flokksins við hann sé enn í gangi „og andskotar armsins hafa lengi beðið eftir því að geta leitt Björn Inga undir höggið. Nú er það orðið. Ég á þó ekki von á því að dagar Björns Inga í stjórnmálum séu taldir. Það kann hins vegar að líða tími þangað til hann drepur aftur fæti á hinn pólitíska vang. Ég vona hins vegar að hann eigi afturkvæmt með einhverjum hætti - og læri þá af reynslunni," segir Össur.Hann lýkur pistli sínum á annarri líkingu við söguna af Birni ríka: „Þegar Björn ríki var drepinn af enskum magnaði Ólöf ríka slíkan byl á hendur drápsmönnum hans, að þrjátíu skip fórust. Nú er að sjá hvort brestur á með Ólafarbyl í Framsóknarflokknum, og hvort flokksskútan lifir hann af?" Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Framsókn hafi tekist það sem Sjálfstæðisflokknum í borginni tókst ekki, að kasta nógu miklum skít á Björn Ingi Hrafnsson þannig að hann hverfi úr pólitík. Hann á þó von á að Björn Ingi komi aftur inn á vettvang stjórnmálanna.„Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Þessi orð Ólafar ríku komu mér fyrst í hug þegar ég loks komst í netsamband hér í Doha við Arabíuflóann og sá að Björn Ingi Hrafnsson var hættur afskiptum af stjórnmálum. Ætli stuðningsmenn Björns Inga í Framsóknarflokknum séu svo blóðlitlir að þeir hugsi ekki til Ólafar ríku?" segir Össur á vefsíðu sinni um viðskilnað Björns Inga við borgarmálin.Össur segir ákvörðun Björns Inga skiljanlega og að það þurfi mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. „Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói.. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni," segir Össur.Össur segir Björn Inga hafa verið einn af örfáum stjórnmálamönnum innan Framsóknar sem hafi haft burði til að axla forystuhlutverk til framtíðar og spyr hvort aðrir kandídatar hafi efnt til aðfararinnar. „Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni. Þau höfðu erindi sem erfiði - en uppskera í staðinn flokk, sem veikist enn frekar, og er nú orðinn helsjúkur. Smáflokkur á niðurleið, sem lendir í svona subbulegum átökum, á sér varla viðreisnar von," segir Össur.Össur bendir ár að Björn Ingi hafi verið í hópnum í kringum Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og uppgjör flokksins við hann sé enn í gangi „og andskotar armsins hafa lengi beðið eftir því að geta leitt Björn Inga undir höggið. Nú er það orðið. Ég á þó ekki von á því að dagar Björns Inga í stjórnmálum séu taldir. Það kann hins vegar að líða tími þangað til hann drepur aftur fæti á hinn pólitíska vang. Ég vona hins vegar að hann eigi afturkvæmt með einhverjum hætti - og læri þá af reynslunni," segir Össur.Hann lýkur pistli sínum á annarri líkingu við söguna af Birni ríka: „Þegar Björn ríki var drepinn af enskum magnaði Ólöf ríka slíkan byl á hendur drápsmönnum hans, að þrjátíu skip fórust. Nú er að sjá hvort brestur á með Ólafarbyl í Framsóknarflokknum, og hvort flokksskútan lifir hann af?"
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira