Framsókn tókst það sem Sjálfstæðisflokknum tókst ekki 24. janúar 2008 09:50 MYND/GVA Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Framsókn hafi tekist það sem Sjálfstæðisflokknum í borginni tókst ekki, að kasta nógu miklum skít á Björn Ingi Hrafnsson þannig að hann hverfi úr pólitík. Hann á þó von á að Björn Ingi komi aftur inn á vettvang stjórnmálanna.„Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Þessi orð Ólafar ríku komu mér fyrst í hug þegar ég loks komst í netsamband hér í Doha við Arabíuflóann og sá að Björn Ingi Hrafnsson var hættur afskiptum af stjórnmálum. Ætli stuðningsmenn Björns Inga í Framsóknarflokknum séu svo blóðlitlir að þeir hugsi ekki til Ólafar ríku?" segir Össur á vefsíðu sinni um viðskilnað Björns Inga við borgarmálin.Össur segir ákvörðun Björns Inga skiljanlega og að það þurfi mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. „Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói.. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni," segir Össur.Össur segir Björn Inga hafa verið einn af örfáum stjórnmálamönnum innan Framsóknar sem hafi haft burði til að axla forystuhlutverk til framtíðar og spyr hvort aðrir kandídatar hafi efnt til aðfararinnar. „Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni. Þau höfðu erindi sem erfiði - en uppskera í staðinn flokk, sem veikist enn frekar, og er nú orðinn helsjúkur. Smáflokkur á niðurleið, sem lendir í svona subbulegum átökum, á sér varla viðreisnar von," segir Össur.Össur bendir ár að Björn Ingi hafi verið í hópnum í kringum Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og uppgjör flokksins við hann sé enn í gangi „og andskotar armsins hafa lengi beðið eftir því að geta leitt Björn Inga undir höggið. Nú er það orðið. Ég á þó ekki von á því að dagar Björns Inga í stjórnmálum séu taldir. Það kann hins vegar að líða tími þangað til hann drepur aftur fæti á hinn pólitíska vang. Ég vona hins vegar að hann eigi afturkvæmt með einhverjum hætti - og læri þá af reynslunni," segir Össur.Hann lýkur pistli sínum á annarri líkingu við söguna af Birni ríka: „Þegar Björn ríki var drepinn af enskum magnaði Ólöf ríka slíkan byl á hendur drápsmönnum hans, að þrjátíu skip fórust. Nú er að sjá hvort brestur á með Ólafarbyl í Framsóknarflokknum, og hvort flokksskútan lifir hann af?" Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Framsókn hafi tekist það sem Sjálfstæðisflokknum í borginni tókst ekki, að kasta nógu miklum skít á Björn Ingi Hrafnsson þannig að hann hverfi úr pólitík. Hann á þó von á að Björn Ingi komi aftur inn á vettvang stjórnmálanna.„Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Þessi orð Ólafar ríku komu mér fyrst í hug þegar ég loks komst í netsamband hér í Doha við Arabíuflóann og sá að Björn Ingi Hrafnsson var hættur afskiptum af stjórnmálum. Ætli stuðningsmenn Björns Inga í Framsóknarflokknum séu svo blóðlitlir að þeir hugsi ekki til Ólafar ríku?" segir Össur á vefsíðu sinni um viðskilnað Björns Inga við borgarmálin.Össur segir ákvörðun Björns Inga skiljanlega og að það þurfi mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. „Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói.. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni," segir Össur.Össur segir Björn Inga hafa verið einn af örfáum stjórnmálamönnum innan Framsóknar sem hafi haft burði til að axla forystuhlutverk til framtíðar og spyr hvort aðrir kandídatar hafi efnt til aðfararinnar. „Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni. Þau höfðu erindi sem erfiði - en uppskera í staðinn flokk, sem veikist enn frekar, og er nú orðinn helsjúkur. Smáflokkur á niðurleið, sem lendir í svona subbulegum átökum, á sér varla viðreisnar von," segir Össur.Össur bendir ár að Björn Ingi hafi verið í hópnum í kringum Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og uppgjör flokksins við hann sé enn í gangi „og andskotar armsins hafa lengi beðið eftir því að geta leitt Björn Inga undir höggið. Nú er það orðið. Ég á þó ekki von á því að dagar Björns Inga í stjórnmálum séu taldir. Það kann hins vegar að líða tími þangað til hann drepur aftur fæti á hinn pólitíska vang. Ég vona hins vegar að hann eigi afturkvæmt með einhverjum hætti - og læri þá af reynslunni," segir Össur.Hann lýkur pistli sínum á annarri líkingu við söguna af Birni ríka: „Þegar Björn ríki var drepinn af enskum magnaði Ólöf ríka slíkan byl á hendur drápsmönnum hans, að þrjátíu skip fórust. Nú er að sjá hvort brestur á með Ólafarbyl í Framsóknarflokknum, og hvort flokksskútan lifir hann af?"
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira