Samningar í höfn í Karphúsinu 17. febrúar 2008 21:00 Þeir gátu leyft sér að brosa Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, þegar þeir skrifuðu undir samninga í kvöld. Að baki þeim stendur Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. MYND/Vilhelm Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. Samningarnir gilda frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. nóvember 2010. Samningsaðilar höfðu komist að samkomulagi í gær en eftir var pappírsvinna og þá var einnig beðið eftir útspili ríkisstjórnnarinnar. Það kom í dag og felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu lýst því yfir að framlag ríkisstjórnarinnar væri fullnægjandi til þess að skrifa undir samninga og það gerðu þeir því nú í kvöld. Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, sem á aðild að kjarasamningunum, að kjör þeirra sem lægst hafa launin og kaupmáttur þeirra sem setið hafa eftir í launaþróuninni hækka umtalsvert meira en annarra. Samið er til eins árs með möguleika á framlengingu í tvö ár ef efnahagslegar forsendur standast, m.ö.o. að aðrir, þar með talin stjórnvöld, axli einnig ábyrgð í efnahagslífinu þannig að verðbólga og vaxtabyrði lækki. Þessi atrið geti tryggt kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu. Þegar litið er á launahækkanirnar sjálfar hækka launataxtar frá og með 1. febrúar um 18 þúsund krónur, um 13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Í samningum er fjallað um fyrstu skref að nýju kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði en grunnur er nú lagður að nýjum endurhæfingarsjóði aðila vinnumarkaðarins. ,,Veruleg hækkun bóta slysatrygginga launafólks var markmið sem náðist í kjarasamningnum. Dánarbætur til eftirlifandi maka hækka um 31,4% og til barna mun meira. Bætur vegna varanlegrar örorku hækka um 71,2% og dagpeningar vegna tímabundinnar örorku um 65%,"segir á vef SGS. Nánari upplýsingar um samning hvers landssambands er að finna á heimasíðum þeirra. Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og einnig á síðu VR. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. Samningarnir gilda frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. nóvember 2010. Samningsaðilar höfðu komist að samkomulagi í gær en eftir var pappírsvinna og þá var einnig beðið eftir útspili ríkisstjórnnarinnar. Það kom í dag og felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu lýst því yfir að framlag ríkisstjórnarinnar væri fullnægjandi til þess að skrifa undir samninga og það gerðu þeir því nú í kvöld. Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, sem á aðild að kjarasamningunum, að kjör þeirra sem lægst hafa launin og kaupmáttur þeirra sem setið hafa eftir í launaþróuninni hækka umtalsvert meira en annarra. Samið er til eins árs með möguleika á framlengingu í tvö ár ef efnahagslegar forsendur standast, m.ö.o. að aðrir, þar með talin stjórnvöld, axli einnig ábyrgð í efnahagslífinu þannig að verðbólga og vaxtabyrði lækki. Þessi atrið geti tryggt kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu. Þegar litið er á launahækkanirnar sjálfar hækka launataxtar frá og með 1. febrúar um 18 þúsund krónur, um 13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Í samningum er fjallað um fyrstu skref að nýju kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði en grunnur er nú lagður að nýjum endurhæfingarsjóði aðila vinnumarkaðarins. ,,Veruleg hækkun bóta slysatrygginga launafólks var markmið sem náðist í kjarasamningnum. Dánarbætur til eftirlifandi maka hækka um 31,4% og til barna mun meira. Bætur vegna varanlegrar örorku hækka um 71,2% og dagpeningar vegna tímabundinnar örorku um 65%,"segir á vef SGS. Nánari upplýsingar um samning hvers landssambands er að finna á heimasíðum þeirra. Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og einnig á síðu VR.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira