Samningar í höfn í Karphúsinu 17. febrúar 2008 21:00 Þeir gátu leyft sér að brosa Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, þegar þeir skrifuðu undir samninga í kvöld. Að baki þeim stendur Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. MYND/Vilhelm Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. Samningarnir gilda frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. nóvember 2010. Samningsaðilar höfðu komist að samkomulagi í gær en eftir var pappírsvinna og þá var einnig beðið eftir útspili ríkisstjórnnarinnar. Það kom í dag og felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu lýst því yfir að framlag ríkisstjórnarinnar væri fullnægjandi til þess að skrifa undir samninga og það gerðu þeir því nú í kvöld. Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, sem á aðild að kjarasamningunum, að kjör þeirra sem lægst hafa launin og kaupmáttur þeirra sem setið hafa eftir í launaþróuninni hækka umtalsvert meira en annarra. Samið er til eins árs með möguleika á framlengingu í tvö ár ef efnahagslegar forsendur standast, m.ö.o. að aðrir, þar með talin stjórnvöld, axli einnig ábyrgð í efnahagslífinu þannig að verðbólga og vaxtabyrði lækki. Þessi atrið geti tryggt kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu. Þegar litið er á launahækkanirnar sjálfar hækka launataxtar frá og með 1. febrúar um 18 þúsund krónur, um 13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Í samningum er fjallað um fyrstu skref að nýju kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði en grunnur er nú lagður að nýjum endurhæfingarsjóði aðila vinnumarkaðarins. ,,Veruleg hækkun bóta slysatrygginga launafólks var markmið sem náðist í kjarasamningnum. Dánarbætur til eftirlifandi maka hækka um 31,4% og til barna mun meira. Bætur vegna varanlegrar örorku hækka um 71,2% og dagpeningar vegna tímabundinnar örorku um 65%,"segir á vef SGS. Nánari upplýsingar um samning hvers landssambands er að finna á heimasíðum þeirra. Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og einnig á síðu VR. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. Samningarnir gilda frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. nóvember 2010. Samningsaðilar höfðu komist að samkomulagi í gær en eftir var pappírsvinna og þá var einnig beðið eftir útspili ríkisstjórnnarinnar. Það kom í dag og felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu lýst því yfir að framlag ríkisstjórnarinnar væri fullnægjandi til þess að skrifa undir samninga og það gerðu þeir því nú í kvöld. Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, sem á aðild að kjarasamningunum, að kjör þeirra sem lægst hafa launin og kaupmáttur þeirra sem setið hafa eftir í launaþróuninni hækka umtalsvert meira en annarra. Samið er til eins árs með möguleika á framlengingu í tvö ár ef efnahagslegar forsendur standast, m.ö.o. að aðrir, þar með talin stjórnvöld, axli einnig ábyrgð í efnahagslífinu þannig að verðbólga og vaxtabyrði lækki. Þessi atrið geti tryggt kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu. Þegar litið er á launahækkanirnar sjálfar hækka launataxtar frá og með 1. febrúar um 18 þúsund krónur, um 13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Í samningum er fjallað um fyrstu skref að nýju kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði en grunnur er nú lagður að nýjum endurhæfingarsjóði aðila vinnumarkaðarins. ,,Veruleg hækkun bóta slysatrygginga launafólks var markmið sem náðist í kjarasamningnum. Dánarbætur til eftirlifandi maka hækka um 31,4% og til barna mun meira. Bætur vegna varanlegrar örorku hækka um 71,2% og dagpeningar vegna tímabundinnar örorku um 65%,"segir á vef SGS. Nánari upplýsingar um samning hvers landssambands er að finna á heimasíðum þeirra. Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og einnig á síðu VR.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira