Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 8. apríl 2008 00:40 Maðurinn hefur setið í einangrun í Þórshöfn í Færeyjum. „Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“ Pólstjörnumálið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“
Pólstjörnumálið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira