Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli 16. febrúar 2008 00:01 Fáskrúðsfjarðarmál, skútusmygl, dómur Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira