Euro-nördar gráta Haffa Haff 13. febrúar 2008 04:00 Haffi Haff er til í meira popp en nennir engu hálfkáki. Eurovision-nördar hafa látið í ljós óánægju sína með að Haffi Haff komst ekki áfram um síðustu helgi. „Hversu heimskir eru Íslendingar??? Það hefði verið séns að þeir ynnu Eurovision með Haffa Haff... þeir vilja augljóslega ekki vinna þessa keppni.“ Þetta skrifar „Omen2008“ á spjallsíðu Eurovision-nörda. Þar eru nánast allir sammála um að Ísland hafi gert stór mistök með því að kjósa ekki lag Svölu Björgvins sem Haffi söng, The Wiggle Wiggle Song, áfram í úrslitaþáttinn. „Þetta hljóta að vera mistök. Haffi Haff var bestur,“ skrifar „Plople“ og „Enginn Haffi? Er ykkur alvara? Þarna fór uppáhaldið mitt,“ skrifar „Jonngait“. „Já, er fólk að skrifa þetta?“ spyr Haffi, nokkuð uppveðraður. „Ég var nú alveg búinn að búa mig undir að detta út enda var ég viss um að Ho ho ho færi áfram og ég vissi líka að Ragnheiður Gröndal er vinsæl. Svo það er langt frá því að ég sé bitur og sár. Það hefði auðvitað verið gaman að fara áfram því ég hefði getað gert enn geðveikara atriði næst.“ Haffi, sem hafði aldrei sungið opinberlega fyrr, getur ekki verið annað en ánægður með viðtökurnar þótt hann hafi dottið út. „Þetta er rosaleg kynning fyrir mig og ég er stoltur af laginu og atriðinu. Kannski var þetta bara allt of mikið fyrir Ísland núna – alltof mikið „búmm!“ En ég er mjög upp með mér með viðtökurnar.“ Förðun er aðalstarf Haffa. Hann sér til dæmis um meikið í Bandinu hans Bubba. „Ég fékkst við listsköpun á yngri árum og væri mjög til í að pæla betur í því. Til dæmis að mála olíumyndir.“ Og Haffi er vitanlega til í meiri músik. „You better believe it,“ segir hann. „Ef einhver vill gera eitthvað sniðugt þá er bara að hafa samband. En ég nenni engu smádæmi. Það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði. Ég er bara þannig gaur.“ Þótt Euro-nördar gráti Haffa kemur maður í manns stað. Almenn ánægja virðist ríkja með Eurobandið, en hún er reyndar ekki einróma, og öll önnur lög fá líka jákvæða umsögn nördanna. Það virðist þó enn von fyrir Ísland þótt Haffi sé úr leik. En með hverjum skyldi Haffi halda? „Ég fíla Friðrik Ómar vin minn og finnst alveg kominn tími til að hann fari í Eurovision. Hann er í þessu alveg hundrað prósent, af öllu hjarta. Alveg eins og ég var. Ég sagði honum stundum hversu rosalega stoltur ég væri af því að taka þátt í sömu keppni og hann. Og hann sagði bara: „Æi, þegiðu maður!““ gunnarh@frettabladid.is Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eurovision-nördar hafa látið í ljós óánægju sína með að Haffi Haff komst ekki áfram um síðustu helgi. „Hversu heimskir eru Íslendingar??? Það hefði verið séns að þeir ynnu Eurovision með Haffa Haff... þeir vilja augljóslega ekki vinna þessa keppni.“ Þetta skrifar „Omen2008“ á spjallsíðu Eurovision-nörda. Þar eru nánast allir sammála um að Ísland hafi gert stór mistök með því að kjósa ekki lag Svölu Björgvins sem Haffi söng, The Wiggle Wiggle Song, áfram í úrslitaþáttinn. „Þetta hljóta að vera mistök. Haffi Haff var bestur,“ skrifar „Plople“ og „Enginn Haffi? Er ykkur alvara? Þarna fór uppáhaldið mitt,“ skrifar „Jonngait“. „Já, er fólk að skrifa þetta?“ spyr Haffi, nokkuð uppveðraður. „Ég var nú alveg búinn að búa mig undir að detta út enda var ég viss um að Ho ho ho færi áfram og ég vissi líka að Ragnheiður Gröndal er vinsæl. Svo það er langt frá því að ég sé bitur og sár. Það hefði auðvitað verið gaman að fara áfram því ég hefði getað gert enn geðveikara atriði næst.“ Haffi, sem hafði aldrei sungið opinberlega fyrr, getur ekki verið annað en ánægður með viðtökurnar þótt hann hafi dottið út. „Þetta er rosaleg kynning fyrir mig og ég er stoltur af laginu og atriðinu. Kannski var þetta bara allt of mikið fyrir Ísland núna – alltof mikið „búmm!“ En ég er mjög upp með mér með viðtökurnar.“ Förðun er aðalstarf Haffa. Hann sér til dæmis um meikið í Bandinu hans Bubba. „Ég fékkst við listsköpun á yngri árum og væri mjög til í að pæla betur í því. Til dæmis að mála olíumyndir.“ Og Haffi er vitanlega til í meiri músik. „You better believe it,“ segir hann. „Ef einhver vill gera eitthvað sniðugt þá er bara að hafa samband. En ég nenni engu smádæmi. Það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði. Ég er bara þannig gaur.“ Þótt Euro-nördar gráti Haffa kemur maður í manns stað. Almenn ánægja virðist ríkja með Eurobandið, en hún er reyndar ekki einróma, og öll önnur lög fá líka jákvæða umsögn nördanna. Það virðist þó enn von fyrir Ísland þótt Haffi sé úr leik. En með hverjum skyldi Haffi halda? „Ég fíla Friðrik Ómar vin minn og finnst alveg kominn tími til að hann fari í Eurovision. Hann er í þessu alveg hundrað prósent, af öllu hjarta. Alveg eins og ég var. Ég sagði honum stundum hversu rosalega stoltur ég væri af því að taka þátt í sömu keppni og hann. Og hann sagði bara: „Æi, þegiðu maður!““ gunnarh@frettabladid.is
Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira